Affordable Access

Rannsókn á áreiðanleika DIS greiningarviðtalsins

Authors
Publisher
Sálfræðingafélag Íslands
Publication Date

Abstract

Greint er frá rannsókn á áreiðanleika DIS greiningarviðtalsins (Diagnostic Interview Schedule), sem gefið er út af Geðheilbrigðisstofnun Bandaríkjanna. Rannsóknin byggðistáprófun og endurprófun (test-retest), sem framkvæmd var af tveimur þjálfuðum spyrlum, sem hvor um sig lagði fyrir ákveðinn fjölda upphafsviðtala, og endurtók síðan helming sinna eigin viðtala og helming viðtala hins spyrilsins eftir 6 vikur. Rannsóknin gaf af sér 104 viðtöl sem voru fyrsta og önnur fyrirlögn fyrir 52 einstaklinga. Prófaðir vom 20 karlar og 32 konur, öll fædd árið 1931. Gerð er grein fyrir niðurstöðum á þremur þrepum. Áreiðanleiki var reiknaður fyrir sjúkdómsgreiningar, einkenni, og fyrir einstök atriði og kafla viðtalsins. Svokölluð samkvæmnivísitala var notuð til þess að reikna samkvæmni einstakra aíriða á milli fyrirlagnanna tveggja. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til, samanborið við aðrar svipaðar rannsóknir, að viðtalið hafi þokkalegan áreiðanleika, sem þó minnkar þegar mismunandi spyrlar leggja það fyrir. Niðurstöðurnar benda einnig til að sumir kaflar viðtalsins hafi minni áreiðanleika enaðrir, en það lækkar heildaráreiðanleika viðtalsins og þar með einnig áreiðanleika og réttmæti ákveðinna sjúkdómsgreininga. Að lokum eru niðurstöðurnar ræddar í ljósi þess að rannsóknin var framkvæmd með úrtaki eðlilegra einstaklinga, þar sem tíðni þeirra einkenna og kvilla sem viðtalið greinir, er mjög lág. Einnig eru ræddar ýmsar spurningar sem þetta vekur varðandi notkun greiningarviðtala og prófa sem gerð eru fyrir klínísk þýði, á meðal heilbrigðs fólks.

There are no comments yet on this publication. Be the first to share your thoughts.

Statistics

Seen <100 times
0 Comments