Affordable Access

Endurprófunaráreiðanleiki WPPSI-Ris

Authors
Publisher
Sálfræðingafélag Íslands
Publication Date
Keywords
  • Greindarpróf
  • Börn
  • MæLitæKi

Abstract

Endurprófunaráreiðanleiki WPPSI-RIS var athugaður í hópi 30 íslenskra leikskólabarna á aldrinum fjögurra ára og sex mánaða til fimm ára og tíu mánaða. WPPSI-RIS var að meðaltali lagt fyrir með 24 daga millibili. Stöðugleiki verklegrar greindartölu mældist 0,79, munnlegrar greindartölu 0,91 og heildartölu greindar 0,86. Stöðugleiki undirprófa mældist á bilinu 0,48 til 0,83. Meðalhækkun mælitalna á einstökum undirprófum við endurprófun var minnst 0,1 stig (Myndfletir) en mest 1,5 stig (Litafletir). Meðaltal heildartölu greindar hækkaði um 5,8 stig á milli tveggja fyrirlagna prófsins. Við endurprófun nam hækkun á verklegri greindartölu 6,3 stigum en 3,6 stigum á munnlegri greindartölu. Niðurstöðurnar benda til þess að WPPSI-RIS veiti nákvæma og stöðuga mælingu á greindarþroska íslenskra barna yfir nokkurra vikna tímabil og svipar til niðurstaðna sams konar athugunar á stöðugleika WPPSI-R í Bandaríkjunum.

There are no comments yet on this publication. Be the first to share your thoughts.