Affordable Access

Orsakir minnkandi kransæðadauða [ritstjórnargrein]

Authors
Journal
Læknablaðið
0023-7213
Publisher
Laeknabladid/The Icelandic Medical Journal
Publication Date
Keywords
  • KransæðAsjúkdómar
  • KransæðAstífla

Abstract

Í 2. tölublaði Læknablaðsins 1991 birtu Nikulás Sigfússon og félagar greinina »Breytingar á tíðni kransæðastíflu og kransæðadauðsfalla á Íslandi; tengsl við áhættuþætti og mataræði«. Grein þessi markar mikilvægan áfanga í vísindastarfi rannsóknarstofu Hjartaverndar. Lýst er með greinargóðum hætti, hvernig tíðni kransæðasjúkdóms reis á árunum 1950¬1970, en hneig síðan að nokkru árin 1980-1988. Raunar hafa athuganir Snorra Pais Snorrasonar professors á innlögnum sjúklinga á Landspítalann árin 1930-1940 sýnt að einungis örfáir sjúklingar spítalans höfðu einkenni kransæðasjúkdóms. Kransæðasjúkdómur hefur því vafalaust verið enn fátíðari árin fyrir síðari heimsstyrjöld en jafnvel árin 1951-1955. Telja verður, að fækkun kransæðadauðsfalla og kransæðastíflu sé raunveruleg, enda langt utan staðlaðra skekkjumarka. Hjartasjúkdómar eru á undanhaldi í flestöllum Vesturlöndum en Íslendingar eru í fararbroddi Norðurlandabúa (1).

There are no comments yet on this publication. Be the first to share your thoughts.

Statistics

Seen <100 times
0 Comments