Affordable Access

Upphaf orþópedíu á Íslandi

Authors
Journal
Læknablaðið
0023-7213
Publisher
Laeknabladid/The Icelandic Medical Journal
Publication Date
Keywords
  • Vísindasaga
  • BæKlunarlæKningar

Abstract

Orþópedía er fræðin um kvilla og slys á stoð- og hreyfikerfi lfkamans og meðferð þeirra. Enn hafa orðhagir Íslendingar ekki fundið nafn á þessa grein, því bæklunarskurðlækningar er orð sem fólk mælt á íslenska tungu á bágt með að taka sér í munn. Hvers vegna skera orþópedar sig úr hópi annarra handlækna? Nú á tímum er þessi spurning líklega óþörf og svarið augljóst. Handlæknisfræði hefir þanist út svo geysilega - eins og læknisfræðin öll - að engum manni er fært að hafa þar yfirsýn að gagni. Hún hefir, af nauðsyn, klofnað niður í ýmsar deildir; þó stofninn sé einn eru greinarnar margar. Hvað skyldi þá hafa valdið því, að orþópedar tóku sig út úr hópi kírúrga svo snemma? Skyldi orsökin vera sú, að kírúrgar og orþópedar líta ekki mannslíkamann sömu augum og meðferð þeirra leggst í tvo farvegi?

There are no comments yet on this publication. Be the first to share your thoughts.

Statistics

Seen <100 times
0 Comments