Affordable Access

Sjúkdómar í efri meltingarvegi : er Helicobacter pylori orsökin?

Authors
Journal
Læknablaðið
0023-7213
Publisher
Laeknabladid/The Icelandic Medical Journal
Publication Date
Keywords
  • MeltingarfæRasjúkdómar
  • Magasár

Abstract

Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna algengi virkra H. pylori sýkinga hjá sjúklingum með einkenni frá efri meltingarvegi, kanna tengsl H. pylori við sjúkdóma í vélinda, maga og skeifugörn og bera saman klínískar greiningar og niðurstöður holsjárskoðana. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var með framskyggnu sniði og fór fram á árunum 1996 og 1997. Holsjárskoðanir á efri meltingarvegi voru framkvæmdar hjá 562 sjúklingum á speglunareiningu meltingarsjúkdómadeildar St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Skilyrði fyrir þátttöku var að sjúklingur hefði einkenni frá efri meltingarvegi en frábending var blæðingarhætta hjá sjúklingum. Sjúklingar sem fengið höfðu H. pylori upprætingarmeðferð voru útilokaðir við úrvinnslu gagna. Tekin voru sýni úr magahelli (antrum ventriculi) og magabol (corpus ventriculi) til CLO (Camphylobacter Like Organism) rannsókna og til vefjarannsókna í þeim tilfellum sem það átti við. Niðurstöður: Unnt var að meta niðurstöður rannsókna hjá 458 sjúklingum (81,5%) en 76 (13,5%) voru útilokaðir þar sem þeir höfðu gengist undir upprætingarmeðferð vegna H. pylori sýkingar og 28 (5%) voru útilokaðir vegna þess að fullnægjandi gögn skorti. Alls reyndust 220 (48%) sjúklingar vera H. pylori jákvæðir. Þar af voru 122 konur (55,5%) og 98 karlar (44,5%). Samsvörun milli klínískra sjúkdómsgreininga og niðurstaðna holsjárskoðana var ekki góð og virðast ætisár ofgreind klínískt. H. pylori sýkingar tengjast mest ætisárum (ulcus pepticum) og þá fremur skeifugarnarsárum (ulcus duodeni) en magasárum (ulcus ventriculi). Þannig reyndust 82% sjúklinga með skeifugarnarsár H. pylori jákvæðir en 60% sjúklinga með magasár. Sjúklingar með magabólgur og skeifugarnarbólgur voru H. pylori jákvæðir í 57% tilvika. Ályktanir: Einungis 48% sjúklinga með einkenni frá efri meltingarvegi hafa jafnframt virka H. pylori sýkingu í magaslímhúð. Hlutfall H. pylori sýktra meðal sjúklinga með ætisár (maga- og skeifugarnarsár) er 69% sem er lægra en fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna. Samsvörun milli klínískrar sjúkdómsgreiningar og niðurstöðu holsjárskoðunar á efri meltingarvegi er ekki góð. Holsjárskoðun er mikilvæg til að tryggja rétta sjúkdómsgreiningu og gerir meðferð markvissari.

There are no comments yet on this publication. Be the first to share your thoughts.

Statistics

Seen <100 times
0 Comments

More articles like this

Eradication of Helicobacter pylori: why does it fa...

on Italian journal of gastroenter... October 1998

Eradication therapies for Helicobacter pylori.

on Journal of gastroenterology 1998

Eradication of Helicobacter pylori.

on Baillière's clinical gastroen... September 1995
More articles like this..