Affordable Access

Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Bulimia Text-Revised (BULIT-R) prófsins

Authors
Journal
Læknablaðið
0023-7213
Publisher
Laeknabladid/The Icelandic Medical Journal
Publication Date
Keywords
  • LotugræðGi
  • MæLitæKi
  • Ísland
  • Átsýki
  • Lystarstol

Abstract

Tilgangur: Próffræðilegir eiginleikar íslensku útgáfunnar af Bulimia Test-Revised (BULIT-R) spurningalistanum voru kannaðir. Bulimia Test-Revised er sjálfsmatskvarði fyrir einkenni átröskunar, einkum lotugræðgi. Efniviður og aðferðir: Bulimia Test-Revised listinn var lagður fyrir 66 sjúklinga á göngudeild geðsviðs. Sjúklingarnir voru annars vegar konur í meðferð vegna átraskana og hins vegar konur í meðferð vegna annarra geðraskana, aðallega þunglyndis og kvíða. Konurnar tóku þátt í rannsókninni af fúsum og frjálsum vilja. Auk Bulimia Test-Revised listans voru þrír aðrir spurningalistar lagðir fyrir, það er Eating Disorder Diagnostic Scale (EDDS) listinn sem einnig metur einkenni átröskunar, áráttu- og þráhyggjukvarðinn Obsessive-Compulsive Inventory-Revised (OCI-R) og þunglyndisprófið Beck Depression Inventory-II (BDI-II). Þetta var gert til þess að kanna samleitni- og aðgreiningarréttmæti Bulimia Test-Revised. Niðurstöður: Í ljós kom að innri áreiðanleiki Bulimia Test-Revised listans var góður eða 0,96 (Cronbachs alfa). Bulimia Test-Revised og Eating Disorder Diagnostic Scale sýndu hærri fylgni sín í milli en fylgni þessara mælitækja var við Obsessive-Compulsive Inventory-Revised og Beck Depression Inventory-II. Einnig kom í ljós að Bulimia Test-Revised greindi með viðunandi hætti á milli hóps sjúklinga með og án átraskana. Rannsóknin rennir stoðum undir réttmæti Bulimia Test-Revised listans. Ályktun: Íslenska útgáfan af Bulimia Test-Revised listanum virðist vera áreiðanlegt og réttmætt mats­tæki fyrir átraskanir, einkum lotugræðgi. Hingað til hefur verið skortur á mælitækjum fyrir einkenni átraskana hér á landi og því ætti Bulimia Test-Revised sjálfsmatskvarðinn að hafa notagildi hérlendis bæði í klínískri vinnu og rannsóknum.

There are no comments yet on this publication. Be the first to share your thoughts.

Statistics

Seen <100 times
0 Comments