Affordable Access

Afreksmaður að norðan : fróðleiksmolar um Guðmund Hannesson og læknablað hans

Authors
Publisher
Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur
Publication Date
Keywords
  • Vísindasaga
  • LæKnar
  • LæKnablaðIð
  • Útgáfumál

Abstract

Fyrir rúmlega 120 árum fékk ungur Húnvetningur á þriðja ári að hlýða messu í fyrsta sinn í sóknarkirkju sinni að Svínavatni. Eftirtekt hans var vakandi og hann hvergi ragur enda góðu atlæti og hvatningu vanur úr föðurhúsum. Sem hann gengur inn kirkjuna tekur hann eftir gati á morknu gólfinu. »Pabbi smíða gatið!« varð honum að orði við völundarsmiðinn föður sinn. Og er sóknarprestinum, séra Jóni Þórðarsyni, tók að dveljast við útleggingar textans um systurina Maríu, sem smurði fætur frelsarans með ilmandi nardussmyrslum úr alabasturbuðki, þá hvarflaði sveinninn ungi augum til iðandi lífsins utan kirkjugluggans, þar sem tarfkálfur hljóp um töðuvöllinn. »Afi hnífa kálfinn!« kallaði þá drengurinn til afa síns, hreppstjórans og óðalsbóndans á Guðlaugsstöðum. Þeir Guðlaugsstaðafeðgar létu sér fátt um finnast, enda hefur þeim sjálfsagt ekki verið ljóst, að þarna talaði upprennandi skurðlæknir með sérstakt smiðsauga, sem alia tíð síðan fann hjá sér hvöt ,til að þoka hinum ólíklegustu málum áleiðis. Guðmundur hét þessi drengur og fæddist að Guðlaugsstöðum í Blöndudal rétt fyrir göngur haustið 1866 og var sonur hjónanna Halldóru Pálsdóttur frá Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd og Hannesar Guðmundssonar bónda á Guðlaugssstöðum og síðar Eiðsstöðum ...

There are no comments yet on this publication. Be the first to share your thoughts.

Statistics

Seen <100 times
0 Comments