Affordable Access

Lífhimnubólgur tengdar kviðskilun

Authors
Journal
Læknablaðið
0023-7213
Publisher
Laeknabladid/The Icelandic Medical Journal
Publication Date

Abstract

Sívirk kviðskilun (continuous ambulatory peritoneal dialysis, CAPD) er nú viðurkennd meðferð við nýrnabilun á lokastigi, en árið 1985 var áætlað að um 27.000 sjúklingar væru á slíkri meðferð í heiminum. Helsti fylgikvilli er sýking, það er lífhimnubólga (peritonitis). Kviðskilun hófst á Íslandi í apríl 1985 á blóðskilunardeild Landspítalans. Ákveðið var að kanna tíðni lífhimnubólgu hjá þessum sjúklingum frá upphafi. Gerð var afturvirk rannsókn sem náði yfir tímabilið frá 12. apríl 1985 til 12. apríl 1990. Farið var yfir allar ræktanir á kviðskilunarvökvum sem borist höfðu á sýklafræðideild Landspítalans og sjúkraskrár allra sjúklinganna skoðaðar. Kviðskilun taldist hafin um leið og kviðskilunarlegg hafði verið komið fyrir inni í kviðarholinu. Lífhimnubólga taldist vera til staðar ef í vökvanum voru yfir 100 hvít blóðkorn/jil eöa klínísk einkenni um sýkingu og jákvæð ræktun. Á þeim tíma sem rannsóknin náði til voru 27 sjúklingar meðhöndlaðir með kviðskilun í 609,6 meðhöndlunarmánuði. Lífhimnubólga greindist í 83 tilfellum hjá 18 þessara sjúklinga, og var sýkingartíðnin því 1,63 á meðhöndlunarári. Algengasta orsök lífhimnubólgunnar var Staphylococcus aureus, sem ræktaðist í 35 tilfellum (42%). Aðrar orsakir voru kóagúlasa neikvæðir stafýlókokkar í 17 tilfellum (21%), Gramneikvæðir stafir í þremur tilfellum (4%), sveppir í einu tilfelli og blönduð sýking í þremur tilfellum. í 12 lífhimnubólgukastanna (14%) ræktuðust engir sýklar. Innlögn á sjúkrahús var talin ráðleg í 74% tilvikanna. Einn sjúklinganna lést af völdum lífhimnubólgu. Kannanir hafa sýnt mjög mismunandi sýkingartíðni (0,23-6,3 sýkingar á ári), en algengast er að hún sé á bilinu 0,8-1,2 sýkingar á ári. Athyglisvert er að algengasti sýkingarvaldurinn var S. aureus, gagnstætt því sem víðast hvar þekkist, þar sem kóagúlasa neikvæðir stafýlókokkar eru langalgengastir. S. aureus veldur gjarnan sýkingum meðfram kviðskilunarleggjum (tunnel infections) sem erfitt er að uppræta án þess að fjarlægja legginn. Athugunin sem hér er greint frá sýnir að tíðni lífhimnubólgu hér er í hærra meðallagi og athuga þarf hvort breyta þurfi umönnun sjúklinga á sívirkri kviðskilun.

There are no comments yet on this publication. Be the first to share your thoughts.

Statistics

Seen <100 times
0 Comments

More articles like this

Lífhimnubólgur tengdar kviðskilun

on Læknablaðið Jan 01, 1996
More articles like this..