Affordable Access

Ferlivistaraðgerðir á Landakotsspítala 1989 : yfirlit um innlagnir og svæfingar

Authors
Journal
Læknablaðið
0023-7213
Publisher
Laeknabladid/The Icelandic Medical Journal
Publication Date
Keywords
  • SvæFingar

Abstract

Farið var yfir allar svæfingaskýrslur ferlivistarsjúklinga (ambulantsjúklinga) á Landakotsspítala frá 1989 (1151 sjúklingur). Flestir sjúklinganna voru ungir, meðalaldur um 30 ár. Elsti sjúklingurinn var 87 ára, sá yngsti fjögurra mánaða. Lengd aðgerða var að meðaltali 33 mínútur, frá fimm mínútum í 502 mínútur. Innlagðir voru 33 sjúklingar, þar af 22 óvænt. Algengustu ástæður óvæntra innlagna voru a) óvænt þörf á meiri aðgerð, b) blæðing eftir aðgerð og c) of miklir verkir. Meðaldvalartími innlagðra var 1,8 dagar. Engar innlagnir mátti rekja beint til svæfinga eða deyfinga. Ekkert dauðsfall var í kjölfar aðgerðar.

There are no comments yet on this publication. Be the first to share your thoughts.

Statistics

Seen <100 times
0 Comments