Affordable Access

Hugræn atferlismeðferð við geðhvörfum

Authors
Publisher
Geðverndarfélag Íslands
Publication Date
Keywords
  • HugræN AtferlismeðFerð
  • GeðSjúkdómar
  • GeðHvarfasýki

Abstract

Geðhvörf (bipolar disorder) hafa mikil áhrif á líf einstaklings og hans nánustu. Sveiflur í geðslagi eru miklar og ná uppsveiflur hámarki sínu í örlyndisskeiðum (manic episodes) en niðursveiflur í þunglyndisskeiðum (depressive episodes). Veikindaskeið hafa slæm áhrif á tengsl við aðra, starfsgetu, fjárhag og aukin hætta er á sjálfsvígum. Einkenni örlyndis og þunglyndis geta verið til staðar milli veikindaskeiða og er kvíði algengur fylgikvilli geðhvarfa. Breytingar geta orðið á heilastarfsemi í kjölfar örlyndisskeiða sem meðal annars lýsa sér í minnistruflunum og einbeitingarskorti. Geðhvörf krefjast yfirleitt lyfjameðferðar til langs tíma og geta versnað ef töf verður á lyfjameðferð, lyfin eru tekin stopult eða vímuefni misnotuð.

There are no comments yet on this publication. Be the first to share your thoughts.

Statistics

Seen <100 times
0 Comments