Affordable Access

Sérnám og sérfræðiviðurkenning í heilbrigðisfræðum

Authors
Journal
Læknablaðið
0023-7213
Publisher
Laeknabladid/The Icelandic Medical Journal
Publication Date
Keywords
  • Menntun
  • Framhaldsmenntun
  • LæKnar

Abstract

Helstu viðfangsefni heilbrigðisfræðinnar eru sjúkdómavarnir og efling heilsu. Íslensk læknaefni hafa lært þessa grein frá því áður en Læknaskólinn var stofnaður árið 1876 (1). Þrátt fyrir að heilbrigðisfræðin eigi svo langa sögu í læknakennslu hér á landi er hún ekki í tölu þeirra greina sem viðurkenndar eru til sérnáms. Aðeins er eitt dæmi þess að sérfræðileyfi hafi verið veitt á þessu sviði sem aðalgrein, þó að sjálfsögðu hafi fleiri læknar lokið slíku námi. Þeir hafa hins vegar fengið viðurkenningu í öðrum greinum. Stór verkefni eru fyrirliggjandi innan heilbrigðisfræðinnar. Nægir þar að nefna, að 24 af 37 markmiðum íslenskrar heilbrigðisáætlunar er ætlað að koma í framkvæmd með forvörnum gegn sjúkdómum og hverskonar aðgerðum til að efla og bæta heilsufar (2). Er vandséð hvernig þessum markmiðum verði náð án þess að sérfræðileg þekking á sviði heilbrigðisfræði í landinu verði aukin. Fátt væri þessari grein læknisfræðinnar meira til framdráttar en að stofna til sérfræðiviðurkenningar á sviði hennar. Það er því mjög æskilegt að læknadeild Háskóla Íslands komi til móts við þarfir þjóðfélagsins í þessu efni, með því að beita sér fyrir að heilbrigðisfræði verði viðurkennd sem sérgrein í læknisfræði hér á landi.

There are no comments yet on this publication. Be the first to share your thoughts.

Statistics

Seen <100 times
0 Comments