Affordable Access

Notkun stofnfrumna úr fósturvísum til lækninga : siðfræðileg álitamál

Authors
Journal
Læknablaðið
0023-7213
Publisher
Laeknabladid/The Icelandic Medical Journal
Publication Date
Keywords
  • Stofnfrumur
  • SiðFræðI
  • FósturfræðI

Abstract

Þar sem stofnfrumur geta fjölgað sér endalaust og sérhæfst í aðrar frumutegundir þykja þær sérlega athyglisverðar frá sjónarhóli læknavísindanna. Hefur athygli vísindamanna sérstaklega beinst að stofnfrumum fósturvísa þar sem sérhæfingargeta þeirra er öðrum stofnfrumum meiri. Við að nálgast þessar stofnfrumur stöðvast þroski fósturvísisins og því hafa slíkar framkvæmdir vakið upp margar áleitnar siðferðisspurningar. Umræðan um siðferðilegt réttmæti þess að nota stofnfrumur fósturvísa til lækninga snýst því í reynd um siðferðisstöðu fósturvísisins, upphaf lífsins og helgi þess. Í þessari yfirlitsgrein er varpað ljósi á þau sjónarmið sem hæst ber í umræðunni um réttmæti þess að nota stofnfrumur úr fósturvísum til lækninga.

There are no comments yet on this publication. Be the first to share your thoughts.

Statistics

Seen <100 times
0 Comments