Affordable Access

Óskir um mótefnamælingu gegn alnæmisveiru : áhættuþættir smits og algengi mótefna gegn alnæmisveiru, lifrarbólguveiru B og C

Authors
Journal
Læknablaðið
0023-7213
Publisher
Laeknabladid/The Icelandic Medical Journal
Publication Date
Keywords
  • AlnæMi

Abstract

Rannsóknadeild Borgarspítalans hefur boðið almenningi að fá mótefnamælingu gegn alnæmisveiru án milligöngu læknis frá því í mars 1987. Frá nóvember 1987 hefur mönnum verið gefinn kostur á að svara spurningum um áhættuþætti sem tengjast smiti af völdum veirunnar. Kannað var algengi smits af völdum alnæmisveiru í þessum hópi og einnig algengi mótefna gegn kjarna lifrarbólguveiru B og mótefna gegn lifrarbólguveiru C, þar sem smitleiðir veiranna eru sambærilegar. Samtals bárust 475 beiðnir frá 400 einstaklingum um alnæmispróf á tímabilinu frá mars 1987 til mars 1992. Af heildarhópnum voru 188 konur og 212 karlar, flest yngri en 35 ára (72,5%). Af 401 spurningalista komu fram á 258 (64,3%) þeirra einhverjar ástæður mælingar. Marktækt fleiri konur en karlar gáfu engar ástæður fyrir beiðni um HIV mótefnamælingu (p<0,05). Af 336 einstaklingum (175 körlum og 161 konu), sem svöruðu spurningalista, gáfu 30 karlar í 40 tilvikum og ein kona í einu tilviki sögu um mök við vændiskonur. Fjörtíu karlmenn gáfu í skyn fjöllyndi í 47 tilvikum og 18 konur gáfu slíkt hið sama í skyn. Fimmtán karlmenn og ein kona voru samkynhneigð. Tveir karlmenn og þrjár konur höfðu neytt fíkniefna í æð. Sjö höfðu fengið blóðgjöf. Þrjátíu og tveir komu til mótefnamælingar vegna kröfu þriðja aðila. Aðrar ástæður nefndu 48 og óraunhæfar ástæður nefndu 50. Af 400 einstaklingum höfðu tveir (0,5%) mótefni gegn alnæmisveiru (báðir karlar), níu (2,3%) höfðu mótefni gegn lifrarbólguveiru B (átta karlar, ein kona) og 11 (2,8%) höfðu mótefni gegn lifrarbólguveiru C (fimm karlar, sex konur). Marktækt samband fannst milli samkynhneigðar karla og mótefna gegn alnæmisveiru (P<0,05) og milli fíkniefnaneyslu í æð og mótefna gegn lifrarbólguveiru C (P<0,0001). Af þeim 336 einstaklingum, sem gáfu uppfýsingar, höfðu 136 (40,5%) sögu 'um áhættuhégðun. Þótt fjöldi þeirra, sem nýta sér þjónustu þessa sé lítill, benda þessar upplýsingar til þess að starfsemin hafi tilgang.

There are no comments yet on this publication. Be the first to share your thoughts.