Affordable Access

Gagn leiklistar sem kennsluaðferðar í mikið getublönduðum bekk

Authors
Publication Date
Keywords
  • Leiklist
  • KennsluaðFerðIr
  • Getublöndun

Abstract

Þetta er lokaritgerð til B.ed. prófs frá Kennaraháskóla Íslands árið 2007. Hún fjallar um gagn leiklistar sem kennsluaðferðar í mikið getublönduðum bekk. Öll erum við ólík og að sama skapi höfum við ólíkar námsþarfir. Leiklist er kennsluaðferð sem kemur til móts við þarfir flestra nemenda. Í ritgerðinni er fjallað um kennslu í mikið getublönduðum bekk, fjölgreindakenningu Howard Gardners og tengsl hennar við leiklist. Þá er fjallað um þróun leiklistar í kennslu á Bretlandi og þróun hennar á Íslandi. Þessu fylgir greining á því hve hentug leiklist er sem kennsluaðferð, hverjum hún hentar, hvort allir geti notað hana og hvers vegna gagnlegt er að nota leiklist í kennslu. Leiðsögukennari ritgerðarinnar var Ása Helga Ragnarsdóttir, stundakennari við Kennaraháskóla Íslands, og fær hún bestu þakkir fyrir góða handleiðslu og hvetjandi viðmót.

There are no comments yet on this publication. Be the first to share your thoughts.

Statistics

Seen <100 times
0 Comments