Affordable Access

Fatlaðir Nemendur í framhaldsskólum : sýn foreldra á framtíð ungmenna sinna

Authors
Publication Date
Keywords
  • ÞRoskaþJálfafræðI
  • Nemendur Með SérþArfir
  • Framhaldsskólar
  • Foreldrar
  • FramtíðArsýn
  • Ungt Fólk
  • FatlaðIr

Abstract

Tilgangurinn með þessari rannsókn var að varpa ljósi á þá framtíðarsýn sem foreldrar fatlaðra framhaldsskólanemenda hafa fyrir ungmenni sín eftir útskrift úr starfsbraut framhaldsskólanna. Eigindleg rannsókn var gerð og voru þátttakendur foreldrar þriggja framhaldsskólanema á starfsbraut tveggja framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður bentu til þess að foreldrar óttast hvaða úrræði eru til staðar fyrir ungmenni þeirra á fullorðinsárunum. Helstu áhyggjur voru búsetuúrræði, dagvistunarúrræði og félagslegri einangrun. Foreldrarnir voru hræddir um að ungmennin myndu gleymast á þessum tímum erfiðleika í íslensku þjóðfélagi, sérstaklega í ljósi þess að þau virðast hafa gleymst í góðærinu. Foreldrar óttuðust einnig að þau úrræði sem eru til staðar myndu ekki henta persónuleika ungmenna þeirra og ekki yrði tekið tillit til þarfa þeirra og óska.

There are no comments yet on this publication. Be the first to share your thoughts.

Statistics

Seen <100 times
0 Comments